Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps | 20/07/2016

Vegna fyrirćtlana um fiskeldi í Jökulfjörđum

Samþykkt á aðalfundi Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 24. maí 2016:


„LSG skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra að sjá til þess að óheimilt verði að stunda fiskeldi


í Jökulfjörðum og Hornstrandafriðlandi.“


Meira
Átthagafélag Sléttuhrepps | 20/06/2016

Messuferđ og ball í Ađalvík 25. júní

Átthagafélög Sléttuhrepps í Reykjavík og á Ísafirði að standa fyrir messuferð að Stað í Aðalvík, laugardaginn 25. júní n.k. Undanfarin sumur hefur mikil vinna verið lögð í að lagfæra kirkjuna og er hún nú orðin hin glæsilegasta. Athöfnin hefst kl. 14:00. 

 
Að messu lokinni verður kirkjugestum boðið í kaffi á prestssetrinu. Um kvöldið verður svo dansað og sungið í gamla skólanum og hefst fjörið um kl. 20. 
 
Ferðir verða frá Ísafirði á laugardeginum, kl. 9:00 og til baka frá Sæbóli kl. 23:30. 
 
Boðið verður upp á ferð frá Látrum á laugardagsmorgni og til baka um kvöldið, áður en báturinn fer til Ísafjarðar.
 
Einnig verður boðið upp á ferð til Ísafjarðar frá Sæbóli sunnudaginn 26. júní með báti sem fer frá Sæbóli kl. 19, ef a.m.k. 12 bóka sig.
 
Verð:
Látrar - Sæból
  • 4.000 kr. önnur leið.
 
Fargjald 25. og 26. júní:
  •  13 ár og eldri: 8.910 önnur leið.
  •  6-12 ára fá 50% afslátt.
  • Yngri en 6 ára borga ekki.
 
 
Mikilvægt er að fólk bóki ferðir sem fyrst hjá Vesturferðum í síma 456-5111, sérstaklega þeir sem ætla sér að nýta ferðina á sunnudeginum.

Einnig er mikilvægt að þeir sem ætla sér að nýta flutning á milli Látra og Sæbóls láti vita hjá Vesturferðum.
 

Áætlunarferðir til og frá Aðalvík eru þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá Ísafirði. Nánari upplýsingar um áætlunarferðir veita Vesturferðir, sími 456-5111

 
 
Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps | 10/06/2016

Ársskýrsla Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 2015-2016

Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps | 19/05/2016

Hreinsunarferđ í Furufjörđ

Horft yfir Furufjörđ
Horft yfir Furufjörđ

Hreinsunarferð verður farin í friðland Hornstranda um helgina (20.05 – 21.05) Ferðin verður með talsvert öðru sniði en áður og að þessu sinni er ætlunin að keyra hreinsunina áfram á minni mannskap með lengri viðveru en áður. Ástæðan er einföld, að þessu sinni verður hreinsað á hinum eiginlegu Hornströndum, þ.e.a.s. austan Horns, og er um langan veg að fara. Siglt verður í Hrafnfjörð seinnipart föstudags og gengið yfir Skorarheiði í Furufjörð þar sem hafist verður handa strax um kvöldið áður en gengið verður til náða. Á laugardaginn mun síðan varðskip Landhelgisgæslunnar taka það rusl sem safnast og ef vel gengur farið á fleiri staði í ruslatínslu áður en siglt verður með varðskipi Gæslunnar til Ísafjarðar um kvöldið. 


Þeir sem hafa brennandi áhuga á að vera með eru beðnir um að hafa samband við Hálfdán Bjarka Hálfdánsson hjá Ísafjarðarbæ (upplysingafulltrui@isafjordur.is) sem heldur utan um skráningu, en takmarkað pláss er í ferðina og gæti því miður svo farið að afþakka þurfi gott boð um aðstoð. Matur og gisting verða í boði, en gert er ráð fyrir að þátttakendur taki með sér svefnpoka og eitthvað að maula yfir daginn. 

Átthagafélag Sléttuhrepps í Reykjavík | 18/05/2016

Messa og kirkjukaffi í Áskirkju sunnudaginn 22. maí

Hin árlega messa Átthagafélagsins verður í Áskirkju sunnudaginn 22. maí n.k. kl. 14:00 og kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Þar ætlum við að eiga notalega stund saman í kirkjunni og í safnaðarheimilinu á eftir messu.

 

Kaffið kostar 1.500 kr. á mann. Vinsamlegast greiðið með reiðufé eða hafið kvittun úr heimabanka 0116-26-003591, kt. 480182-0149.

 

Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Vinsamlegast látið þetta fréttast meðal félagsmanna og ættingja.

 

Ræðumaður verður Kristín Bjarnadóttir, ættuð frá Hesteyri.

Vefumsjón